
Halldóra Guðrún Erickson Mynd VíÆ I
Halldóra Guðrún Erickson fæddist 10. nóvember, 1920 í Winnipeg.
Maki: 19. maí, 1946 Vilhjálmur Þorláksson Bjarnar f. í Reykjavík 21. mars, 1920.
Börn: 1. Erik Thor f. 26. janúar, 1958.
Halldóra var dóttir Eiríks Vílhjálms Sveinssonar, bónda nærri Avold í N. Dakota, sem skráði sig Erickson vestra. Móðir Halldóru var Regina Jóhanna Þórðardóttir í Minneapolis. Halldóra flutti með foreldrum sínum til Nýja Íslands á fimmta ári og bjó þar til 16 ára aldurs. Bjó svo í Winnipeg 1914-32 en eftir það í St. Paul í Minnesota. Vilhjálmur ólst upp í Reykjavík, varð stúdent frá MR árið 1942 og sundaði nám í norrænudeild HÍ 1943-47. Á árunum 1944-45 vann hann við útgáfu Flateyjarbókar. Flutti til Minnesota árið 1947 og lauk BA prófi 1956 og MA ári síðar. Var þá ráðinn bókavörður við bókasafn Minnesotaháskóla árin 1957-60. Flutti þá til New York og var ráðinn bókavörður við íslenska Fiskesafnið í Cornell háskóla í Ithaca.