Hallur Gíslason

ID: 16579
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1878
Dánarár : 1943

Hallur Gíslason Mynd

Hallur Gíslason fæddist í Hallson í N. Dakota 28. júní, 1878. Dáinn í Calder í Saskatchewan 20. ágúst, 1943.

Maki: Kristín Einarsdóttir f. í Barðastrandarsýslu 22. april, 1879.

Barnlaus en ólu upp 1. Ragnheiður Monica 2. Herbert Gunnar f. 27. júní, 1909.

Hallur var fyrsta íslenska barnið fætt í N. Dakota. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum, Gísla Egilssyni og Halldóru Jóhannsdóttur, fyrst í N. Dakota til ársins 1889. Hann fór með þeim til Winnipeg og þaðan áfram vestur í Lögbergsbyggð í Saskatchewan árið 1891. Hallur opnaði járn- og verkfæraverslun með Páli, bróður sínum árið 1910 í Calder. Kristín fór til Vesturheims árið 1883 með foreldrum sínum, Einari Jónssyni og Guðbjörgu Einarsdóttur. Voru fyrst tvö ár í Ontario en fóru þaðan til Winnipeg og áfram vestur til Saskatchewan árið 1886. Sneru aftur til Manitoba og bjuggu við Manitobavatn.