Hallur Ólafsson

ID: 13618
Fæðingarár : 1853
Fæðingarstaður : Rangárvallasýsla
Dánarár : 1937

Hallur Ólafsson fæddist í Rangárvallasýslu 16. ágúst, 1853. Dáinn í Palo Alto í Kaliforníu 27. mars, 1937.

Maki: Guðrún Kristjana Björnsdóttir f. í S. Múlasýslu 1. september, 1864, d. 14. júlí, 1957

Börn: 1. Ólafur Kristján f. 1. október, 1885 2. Björn f. 1887 3. Magnea Ingibjörg Ólafsdóttir, fósturbarn f. 1898.

Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1903 og fóru þaðan norður að Manitobavatni og námu land á Bluff tanga. Þar bjuggu þau í 4 ár en hættu þá þar búskap. Sagt er að Hallur hafi brugðið sér heim til Íslands vorið 1908 en um haustið snúið aftur til Manitoba og  sest að á landi í Moose Horn Bay. Björn, sonur hans nam seinna þar líka land en Ólafur hafði kynnst verslunarstörfum á Akureyri og var lengi verslunarmaður í Eriksdale.