Hannes Hannesson

ID: 5171
Fæðingarár : 1829
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla

Hannes Hannesson fæddist í Húnavatnssýslu árið 1829.

Hannes fór einsamall vestur til Ontario í Kanada árið 1874 og mun hafa verið í Kinmount fyrsta veturinn. Hann flutti þaðan til Nova Scotia ári seinna og hafðist þar við fram til vors 1876. Þá mun hann hafa farið af stað þaðan til baka til Íslands en heimildir vestra telja hann hafa dáið á leiðinni. Mun hann hafa átt konu á Íslandi.