Hannes Jakobsson

ID: 5770
Fæðingarár : 1884
Dánarár : 1957

Hannes Jakobsson Líndal Mynd VÍÆ II

Hannes Jakobsson Líndal fæddist í Húnavatnssýslu 17. ágúst, 1884.

Maki: 20. mars, 1918 Sigrún Ingibjörg Gunnlaugsdóttir f. í Árnesbyggð í Nýja Íslandi 5. maí, 1892, d. í Los Angeles í Kaliforníu 4. febrúar, 1963.

Börn: 1. Pearl f. 20. júlí, 1919 2. Violet f. 4. apríl, 1922 3. Hannes Gunnlaugur f. 8. desember, 1927 4. Gaylord Guðmundur f. 21. desember, 1930.

Hannes var sonur Jakobs Líndal Hanssonar og Önnu Hannesdóttur, Jakob fór vestur a887 en Anna ári síðar með fjögur börn þeirra. Þau bjuggu á ýmsum stöðum í Manitoba og Saskatchewan. Hannes vann við sölu húsa í Winnipeg frá 1904 til 1908. Þá flutti hann vestur í Vatnabyggð, til Leslie þar sem hann rak járn-og timburverslun í tvö ár. Hann sneri aftur til Winnipeg þar sem hann setti á laggirnar kornsölufélagið Columbia Grain Co. Ltd. Stuttu seinna gekk hann í lið með Pétri Anderson og breyttu þeir þá nafni félagsins og kölluðu það North West Commission Co. Ltd. Ráku það lengi. Seinna keypti Hannes hús í Kaliforníu og flutti þangað með fjölskylduna.