
Hannes Kjartansson Mynd VÍÆ III
Hannes Kjartansson fæddist í Reykjavík 27. febrúar, 1917.
Maki: 31. mars, 1941 Elín Guðrún Jónasdóttir 15. ágúst, 1914.
Börn: 1. Kjartan Jónas 11. júní, 1942 2. Stefanía Margrét f. 18. nóvember, 1944 3. Anna Elín f. 16. janúar, 1948.
Hannes lauk stúdentsprófi frá MR árið 1937, stundaði nám í verkfræði í Þýskalandi 1937-1939 og viðskiptafræði við Háskóla Íslands 1939-1940. Hann stofnaði fyrirtækið General American and Dominion Export Corporation og veitt því forstöðu. Hann var ræðismaður Íslands í New York frá 1948, fulltrúi Íslands á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og sendiherra Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum frá 1965. Elín var dóttir séra Jónasar Ara Sigurðssonar og Stefaníu Ólafsdóttur. Hún bjó í foreldrahúsum í Washington til 1918, í Þingvallabyggð í Saskatchewan til ársins 1927 og í Selkirk, Hún lauk verslunar- og kennaranámi í Winnipeg og kenndi um skeið í Manitoba. Starfaði við íslenska skálann á heimssýningunni í New York 1939-1940 og þar kynntist hún Hannesi.
