Hans Vilhelm Pálsson fæddist í Eyjafjarðarsýslu 14. ágúst, 1857. Dáinn í Regina í Saskatchewan 25. apríl, 1935. W. H. Paulson í Kanada.
Maki: 1) Þóra Jónsdóttir f. 1860 í Skagafjarðarsýslu 2) Jónína Margrét Nikulásdóttir f. 14. febrúar, 1862, d. 2. apríl, 1894 3) 1897 Anna Nikulásdóttir f. 1874, systir Jónínu Margrétar.
Börn: Með Jónínu 1. Þóra 2. Margrét 3. Hilda. Með Önnu 1. Jónína Nikólína 2. Pauline May f. 7. apríl, 1907.
Hans flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1883. Þar settist hann að og vann ýmis störf á meðan hann einbeitti sér að enskunámi. Hann fékk starf hjá ríkisstjórn Kanada upp úr 1890 og 1896- 1905 vann hann að innflytjendamálum, einkum þeim sem tengdust landnámi á kanadísku sléttunni í Vestur-Kanada. Hann átti ríkan þátt í skipulagningu íslensks landnáms í Saskatchewan. Hann sneri sér að stjórnmálum og bauð sig fram kosningum til fylkisþings í Manitoba árið 1910 en náði þá ekki kjöri. Flutti skömmu síðar í Vatnabyggð í Saskatchewan þar sem hann sigraði í Wynyard kjördæmi í kosningum árið 1912. Sneri sér að stjórnmálum í fylkinu eftir það til ársins 1934.
