Haraldur Sigurðsson

ID: 19782
Fæðingarár : 1843
Fæðingarstaður : Eyjafjarðarsýsla
Dánarár : 1935

Haraldur Sigurðsson

Haraldur Sigurðsson fæddist í Eyjafjarðarsýslu 8. nóvember, 1843. Dáinn í Kenora í Ontario 27. apríl, 1935. Harold Sigurdson vestra.

Maki: 1888 Alice, kona af skoskum ættum.

Börn: 1. Edward ættleiddur. 2. Julia, ættleidd.

Haraldur ólst upp á Espihóli í Eyjafirði og bjó svo á Akureyri. Þaðan hóf hann að stunda siglingar á dönsku skipi. Árið 1886 kom hann til Mexikó þar sem honum bauðst að taka þátt í rekstri nautgripahjarðar norður til Manitoba. Tók hann því tilboði, sennilega af því hann vissi að þangað hafði Sigurður, bróðir hans, flutt. Hann dvaldi í Manitoba í tvö ár, fór svo austur til Keewatin í Ontario þar sem hann bjó til æviloka.

Atvinna :