Haraldur Þorbergur Bjarnason fæddist í Winnipeg 26. febrúar, 1894. Harold Thorbergur Bjarnason vestra.
Maki: Ágústína Helga Guðmundsdóttir f. 17. ágúst, 1906. Finnsson vestra. Hún var tekin í fóstur af Jóni Einarssyni og Helgu Finnsdóttur.
Foreldrar Haraldar voru Bjarni Árnason f. 25. desember, 1859, d. í Vesturheimi 7. nóvember, 1897 og Guðveig Jónsdóttir f. 16. maí, 1858, d. 24. september, 1946. Upplýsingar vantar um Bjarna. Guðveig flutti vestur árið 1889 og giftist Bjarna árið 1892. Ágústína var dóttir Guðmundar Jónssonar og Margrétar Bjarnadóttur er vestur fluttu árið 1888. Þau bjuggu í Winnipeg eitt ár, fluttu þá til Gimli. Haraldur gekk í verslunarskóla í Winnipeg og gerðist að námi loknu kaupmaður á Gimli. Hann lagði margt gott til samfélagsins þar, var í skólaráði, í stjórn Betel, dvalarheimilis aldraða í bænum. Þá sat hann svo og kona hans Ágústína í sóknarnefnd lúthersku kirkjunnar. Loks annaðist hann fjármál kirkjugarðsins.
