
Hávarður Guðmundsson Mynd Almanak 1914
Hávarður Guðmundsson fæddist í S. Múlasýslu árið 1862.
Maki: 1) Helga Jónsdóttir f. 1864 í S. Múlasýslu, d. í Nýja Íslandi fyrir 1899 2) Kristrún Sigvaldadóttir ættuð úr Eyjafirði, d. 3. september, 1903 3. Stefanía Sigurðardóttir f. í Borgarfjarðarsýslu árið 1873, dóttir Sigurðar Árnasonar og Guðrúnar Sigfúsdóttur á Hálalandi.
Börn: Með Helgu: 1. Þórhildur f. 1884 2. Jón f. 1886 3. Guðmundur f. 1888. Með Kristrúnu: 1. Laufey, 2. Helga 3. Gunnhildur. Allar fæddar um og eftir 1900. Með Stefaníu: 1. Soffía 2. Björn 3. Hjálmar 4. Sigrún f. 27. september, 1908 5. Anna 6. Svava 7. Málfríður.
Hávarður flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1888 og settist fyrst að í Nýja Íslandi. Flutti í Lundarbyggð árið 1899 og þaðan norður í Hayland byggð við norðanvert Manitobavatn árið 1907.
