
Helga með Soffíu Kristínu Mynd SÍND
Helga Steinvör Baldvinsdóttir fæddist 4. desember, 1858 í Húnavatnssýslu. Dáin 23. október, 1941 í Washington. Undína var skáldanafn hennar.
Maki 1) Jakob Jónatansson Líndal, þau skildu 2) Skúli Árni Stefánsson f. 1867 í Skagafjarðarsýslu, d. 1904 í Oregon. Freeman vestra.
Börn: Með Jakobi 1. Friðrika Jósefína f. 1879, d. 1891, grafin í Garðar 2. Kristín Ingunn f. 1881, d. í október, 1886 3. Soffía Karólína f. 1883, d. í Garðar 1883 4. Jakob Ásgeir f. 1884, d. í Oregon 1915 5. Soffía Karólína f. 1886, d. í Garðar 1888 6. Soffía Kristín Guðrún f. í júní, 1890. Með Árna 1. Walter Baldwin f. í desember, 1898 í Oregon.
Helga fór vestur til Kanada með foreldrum sínum árið 1873 og bjó með þeim í fyrstu, íslensku nýlendunni í Kanada í Muskoka. Byggðin var í Cardwell, norður af þorpinu Rosseau. Þar giftist hún Jakobi sem einnig flutti vestur þangað árið 1873. Þau fluttu vestur til N. Dakota árið 1881 og settust að í Garðarbyggð. Helga og Jakob skildu, hún flutti vestur að Kyrrahafi og bjó þar.
