Helga Bjarnadóttir

ID: 2380
Fæðingarár : 1868

Helga Bjarnadóttir fæddist í Mýrasýslu árið 1868.

Maki: Guðmundur Samúelsson f. í Húnavatnssýslu árið 1861, d. á Point Roberts 29. júní, 1914.

Börn: 1. Helga f. 1892 2. Byron f. 1893, bæði í Victoria á Vancouver-eyju.

Þau fluttu til Kanada árið 1887 og fóru til Victoria. Þar voru þau í fimm ár en fluttu því næst út á Point Roberts skagann. Þar námu þau land, 40 ekrur í skóglendi. Helga bjó með syni sínum áfram á skaganum eftir lát Guðmundar.