ID: 19545
Fæðingarár : 1867
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1920
Helga Bjarnadóttir fæddist í Dalasýslu 24. júní, 1867. Dáin í Keewatin í Ontario 4. nóvember, 1920.
Maki: Guðmundur Viborg Jónatansson, þau skildu.
Börn: 1. Jónas Ingimar f. 1886 2. Ágústa Sigrún f. 1889 3. Þórunn Ingibjörg f. 1894 4. Bjarni.
Helga var hálfsystir bræðranna Aðalbjarts og Torfa sem báðir fóru vestur um haf snemma á Vesturfaratímabilinu, Torfi sneri reyndar til baka eftir skamma dvöl í Nebraska og stofnaði búnaðarskóla í Ólafsdal. Helga flutti vestur til Kanada um aldamótin, sennilega með Ágústu og Bjarna. Bjarni sneri aftur til Íslands en Jónas og Þórunn fóru ekki vestur. Fátt vitað um örlög Helgu í Vesturheimi annað en að hún dó í Ontario.
