Helga Gunnlaugsson

ID: 18613
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1900

Helga Ófeigsdóttir fæddist Cavalier, N. Dakota 1. nóvember, 1900. Gunnlaugsson fyrir hjónaband.

Maki: 1920 Guðlaugur Jóhannesson f. í Selkirk, Manitoba 1. nóvember, 1887. Dáinn í apríl, 1952. Gudlaugur Olafson, Laugi eða Louie í Vatnabyggð.

Börn: 1. Helga 2. Iola 3. Kjartan (Kap), 4. Florence 5. Kathleen.

Helga var dóttir Ófeigs Gunnlaugssonar og Sulíma Jóhönnu Stefánsdóttur í N. Dakota. Móðir hennar dó árið 1905 og kvæntist Ófeigur seinna Unu Sigurðardóttur. Þau fluttu í Vatnabyggð árið 1911 og fór Helga með þeim. Guðlaugur var sonur Jóhannesar Ólafssonar og Margrétar Bjarnadóttur úr Húnavatnssýslu, sem vestur fluttu árið 1887. Hann ólst upp í Nýja Íslandi en árið 1906 fór fjölskyldan vestur í Vatnabyggð þar sem Jóhannes og Guðlaugur námu lönd vestur af Wynyard. Helga og Guðlaugur fluttu til Winnipeg árið 1942 þar sem Helga stofnaði og rak Chief Home Bakery eftir að maður hennar lést.