ID: 17351
Fæðingarár : 1881
Helga Jónatansdóttir fæddist 1. júlí, 1876 í Skagafjarðarsýslu, d. 5. janúar, 1940 á Gimli.
Maki: 26. maí, 1904 Jóhann Júlíus Sólmundarson f. í Reykjavík 31. júlí, 1883, d. á Gimli 19. janúar, 1940.
Börn: 1. Lára Helga f. 16. janúar, 1905 2. Franz Júlíus f. 20. júlí, 1907 3. Guðný Guðrún f. 30. október, 1908 4. Bára Isabelle f. 5. október, 1910 5. Oscar George f. 3. desember, 1912.
Helga flutti vestur til Manitoba árið 1901 og settist að á Gimli. Helga tók mikinn þátt í félagsmálum landa sinna þar en helgaði sig stækkandi fjölskyldu þegar börnin fæddust. Jóhann fór vestur árið 1888 með foreldrum sínum, Sólmundi Símonarsyni og Guðrúnu Aradóttur. Hann bjó hjá þeim í Mikley og seinna á þeirra jörð skammt frá Gimli.