
Helga Jónsdóttir við hús hennar og Magnúsar í Ósland. Með henni á myndinni er Árni Þórarinsson, einn frumbýlinganna í Ósland. Mynd MoO
Helga Jónsdóttir fæddist 1853 í Borgarfjarðarsýslu. Freeman í Kanada
Maki: Magnús Ólafsson f. í Húnavatnssýslu árið 1852, d. í Lundar árið 1928. Freeman vestra.
Börn: 1. Ásmundur f. 1878 2. Gunnar f. 1885 3. Petrína f. 1889 4. Ólafur f. 1895 5. Jóhanna f. 1893
Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1886 og ári seinna á land í Lundarbyggð. Þaðan fluttu þau norður í Narrows við Manitobavatn og bjuggu þar sem kallað var ,,Freeman´s Point“. Eftir 11 ára dvöl þar við vatnið neyddust þau til að yfirgefa Narrows vegna mikilla flóða. Allir hagar og tún fóru undir vatn. Þau sneru aftur í Lundarbyggð og settust að á landi vestur af Lundar þar sem þau bjuggu síðan. Þaðan lá leið þeirra í Ósland í Bresku Kólumbíu þar sem þau bjuggu einhver ár en sneru til baka til Lundar snemma á 3. áratug 20. aldar.
