ID: 4181
Fæðingarár : 1876
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1970

Helga Jósepsdóttir Mynd VÍÆ IV
Helga Jósepsdóttir fæddist 6. janúar, 1876 í Dalasýslu. Dáin 6. október, 1970
Maki: 19. nóvember, 1902 Jóhann Bjarnason f. í Víðidal í Húnavatnssýslu árið 1866. Dáinn 18. janúar, 1940. Séra Jóhann Bjarnason vestra.
Börn: 1. Bjarni Archbald f. 6. febrúar, 1905 2. Jóhann Franklin 23. júní, 1907 3. Stefanía Jóhanna f. 1910 4. Eggert Aurelius f. 1911 5, Sylvia Helga f. 1914.
Jóhann fór vestur árið 1890 og settist að í Winnipeg. Helga fór vestur árð 1883 með sínum foreldrum, Jósep Stefánssyni og Jóhönnu Bjarnadóttur úr Dalasýslu, þau settust að í Winnipeg. Jóhann tók guðfræðipróf í Chicago og var vígður prestur árið 1908. Hann þjónaði í Arborg og Riverton frá 1908 til 1928.
