
Helga Sigríður Björnsson Mynd VÍÆ I
Helga Sigríður Björnsson fæddist í Minneota í Minnesota 6. janúar, 1912. Brögger vestra.
Maki: 13. júní, 1942 Arne Waldemar Brögger f. í Newark í New Jersey 21. október, 1909. Norskrar ættar.
Börn: 1. Arne Valdimar f. 18. október, 1943 2. Ívar Christopher f. 10. janúar, 1947 3. Erik Augustine f. 19. febrúar, 1950.
Helga var dóttir Gunnars Björnssonar, ritstjóra í Minneota og Ingibjargar Ágústínu Jónsdóttur. Hún flutti með þeim til Minneapolis árið 1925 og gekk þar í skóla. Hún lauk miðskólaprófi frá Central High School í St. Paul árið 1929. Nam bókasafnsfræði í University of Minnesota og lauk BA prófi 1933.Var bókavörður á almenna bókasafninu í Minneapolis árin 1933 – 42. Þá vann hún árin 1942-43 á Library of Congress í höfuðborginni, Washington, þegar maður hennar gegndi herskyldu. Helga var alla tíð áhugasöm um líf Íslendinga í Vesturheimi og tók virkan þátt í félögum þeirra í Minnesota.
