Helgi L Ólafsson

ID: 18008
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1891

Helgi L Ólafsson Mynd VÍÆ II

Helgi Leonard Ólafsson fæddist í Winnipeg 18. september, 1891. Olsen vestra.

Maki: Lára Sigurðardóttir f. í Eyjafjarðarsýslu 14. ágúst, 1900. Eyfoed fyrir hjónaband

Börn: 1. Sylvia Mae f. 3. maí, 1924 2. Margrét Anna f. 7. mars, 1926 3. Haraldur (Harold) Leonard f. 3. desember, 1930 4. Thelma Lorraine f. 11. júní, 1935.

Helgi var sonur Ólafs Ólafssonar og Helgu Guðmundsdóttur, sem vestur fluttu 1875-76. Hann stundaði grunnskólanám í Winnipeg og Vestfold í Manitoba, fór svo í verslunarnám eitt ár. Hann særðist í orrustunni við Cambri í Frakklandi. Þagar heim kom vann hann landnúnaðarstörf og bjó í Vestfold, flutti seinna í Oak Point. Hann lagði síðan fyrir sig verslun og viðdkipti og vann við það í mörg ár. Lára var dóttir Sigurðar Eyfjörð (Eyford) og Bergljótar Jónasdóttur er vestur fluttu árið 1905.