Helgi Ólafsson

ID: 14467
Fæðingarár : 1891
Dánarár : 1937

Helgi Ólafsson Mynd VÍÆ III

Helgi Ólafsson fæddist í S. Múlasýslu 30. apríl, 1891. Dáinn í Riverton í Manitoba 5. nóvember, 1937. Anderson vestra.

Maki: 25. ágúst, 1929 Sigríður Bjarnadóttir Goodman í Geysisbyggð.

Börn: 1. Doreen Ingibjörg 2. Lawrence Helgi 3. Lillian Hope.

Helgi var sonur Ólafs Árnasonar og Sólrúnar Árnadóttur, sem vestur fluttu með stóran barnahóp árið 1903. Þau settust að í Nýja Íslandi. Helgi og Sigríður hófu búskap á heimili foreldra hans, Gilsá í Geysirbyggð í Nýja Íslandi. Eftir fáein ár þar, fluttu þau til Riverton.