Helgi Pétursson

ID: 17315
Fæðingarár : 1876

Helgi Pétursson Mynd VÍÆ I

Helgi Pétursson fæddist í S. Þingeyjarsýslu 21. janúar, 1876. Steinberg vestra.

Maki: 21. desember, 1908 Kristín Kristjánsdóttir f. í Eyjafjarðarsýslu 25. júlí, 1889.

Börn: 1. Ingimar f. 19. júlí, 1909 2. Þórunn Kristrún f. 15. ágúst, 1911 3. Aðalbjörg Sigríður f. 21. september, 1912 4. Anna Dóra f. 4. maí, 1915, d. 1919 5. Jónas f. 28. nóvember, 1918 6. Kristján Gestur f. 3. mars, 1920 7. María f. 24. mars, 1922 8. Helgi f. 8. apríl, 1924 9. Kristín f. 30. júlí, 1925.

Helgi flutti með konu sinni og Ingimar litla vestur árið 1910 til Foam Lake í Vatnabyggð í Saskatchewan. Þar stundaði hann búskap til ársins 1942, flutti þá vestur til Kyrrahafs og settist að White Rock í Bresku Kolumbíu. Hann tók alla tíð þátt í störfum Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi.