
Helgi Stefánsson Mynd RbQ

Þuríður Jónsdóttir Mynd RbQ
Helgi Stefánsson fæddist í S. Þingeyjarsýslu 8. júní, 1865. Dáinn í Saskatchewan 27. apríl, 1916.
Maki: Þuríður Jónsdóttir f. 1863 á Gautlöndum í S. Þingeyjarsýslu. Dáin á Gimli 28. maí, 1925.
Börn: Sigurbjörg f. 13. nóvember, 1897 í Mountain, N. Dakota.
Helgi flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1890. Þuríður fór 15. júní, 1891 til Duluth í Minnesota og fékk þar vinnu. Ein heimild vestra segir að þau hafi trúlofast heima og síðan gengið í hjónaband 22. júlí, 1895 í Duluth. Þaðan fluttu þau til Mountain í N. Dakota þar sem þau bjuggu í 10 ár. Þau fluttu í Vatnabyggð í Saskacthewan árið 1905 og námu land í Wynyardbyggð. Þuríður flutti til dóttur sinnar í Winnipeg að Helga látnum árið 1916 og seinna til Lundar og loks Gimli.
Í Reflections by the Quills ritar Sigurbjörg góða grein um foreldra sína og miskunnarlaus frumbýlingsárin í N. Dakota og Saskatchewan. Greininni lýkur svo: Þegar ég hugsa til baka þá man ég aldrei eftir að foreldrar mínir hafi bognað, hvað þá tárast við hörmulegar kringumstæður, alvarleg veikindi, þeir kvörtuðu aldrei. Hvorugt talaði nokkurn tíma um heimþrá til Íslands, þótt faðir minn viðurkenndi að ef efni hefðu leyft hefði hann kosið að búa þar. Móðir mín lét slíkt aldrei í ljós. En þegar faðir minn dó á heimili okkar, hafði rétt gefið upp öndina og eilífur friður kom yfir ásjónu hans, sneri móðir mín sér að mér og sagði, ,,Hann er á Íslandi núna“
Meira um helga í Íslensk arfleifð að neðan