ID: 4227
Fæðingarár : 1895
Fæðingarstaður : Dalasýsla

Herdís Guðbrandsdóttir Mynd WtW
Herdís Guðbrandsdóttir fæddist í Dalasýslu 28. september, 1895. Disa Thorkelson vestra.
Maki: 1914 Guðjón Jónsson f. 1888 í N. Múlasýslu, d. árið 1966 í Lundar. Gudjon Thorkelson vestra.
Börn: 1. Kristinn f. 3. ágúst, 1916 2. Guðni Jón f. 4. maí, 1918 3. Lillian May f. 28. maí, 1921 4. Jóhanna Sylvía f. 27. ágúst, 1922.
Herdís fór vestur til Manitoba árið 1903 með foreldrum sínum, Guðbrandi Jörundssyni og Jóhönnu Ásgeirsdóttur. Þau settust að í Grunnavatnsbyggð og þar ólst Herdís upp. Hún kynntist Guðjóni í Lundar en hann kom til Kanada árið 1901 með sínum foreldrum, Jóni Þorkelssyni og Kristínu Jónsdóttur. Þau hófu búskap á landi föður Guðjóns og bjuggu þar í allmörg ár. Fluttu svo til Lundar.
