
Dætur Guðjóns og Herdísar, Emma og Ella árið 1917 Mynd O1-6H
Herdís Ingimundardóttir fæddist 28. september, 1865 í Dalasýslu.
Maki: 1. júní, 1895 Guðjón Jónsson fæddist í Strandasýslu 30. júlí, 1866, d. í Garðar 4. júní, 1900.
Börn: 1. Magnús 2. Guðrún Margrét 3. Jónína Ingibjörg (Emma) 4. Henrietta Elínborg (Ella).
Herdís flutti vestur til N. Dakota árið 1893 og bjó hún þar með Guðjóni fram á árið 1900 en þá höfðu þau fest sér land í Brownbyggð í Manitoba. Guðjón flutti vestur 1885 til N. Dakota með móður sinni, Guðrúnu Magnúsdóttur og systkinum sínum Oddi og Elísabetu. Þau settust að í Garðar. Móðir Herdísar, Guðný Guðnadóttir fór vestur til þeirra fyrir aldamótin og bjó hjá dóttur sinni í Brownbyggð. Herdís seldi landið þar eftir 26 ár, flutti norður að Manitobavatni og endaði í Lundar.
