Hermann Guðmundsson fæddist 9. nóvember, 1860 í Húnavatnssýslu. Dáinn á Winnipeg Beach í Manitoba 17. desember, 1919.
Maki: 5. desember, 1885 í Grafton, N. Dakota: Guðrún Snjólaug Jónsdóttir f. 6. maí, 1867 í Berufirði, d. 6. júlí, 1947.
Börn: 1. Magnús Helgi f. 23. febrúar, 1888 2. Anna Helga Ingibjörg f. 4. febrúar, 1889 3.William Frederick f. 28. nóvember, 1891 4. Guðný Hermína f. 7. maí, 1895 5. Björg Violet f.12. maí, 1897 6. Rósa May f. 23. maí, 1899 7. Magnús Alexander f. 16. mars, 1901 8. Ásta Herdís Friðrikka f. 30. maí, 1904 9. Wildóra Anna Magnolia f. 20. júní, 1907 10. Jón Helgi f. 26. janúar, 1909.
Hermann fór vestur árið 1883 með móður sinni, Ingibjörgu Sigfúsdóttur og systrum sínum, Málfríði og Jónínu. Þau settust að í N. Dakota þar sem Hermann kynntist konu sinni. Þau fluttu norður til Manitoba árið 1886 og settust að á Winnipeg Beach. Bjuggu þar alla tíð.
