Hermann Guðmundsson fæddist árið 1870. Dáinn í Nýja Íslandi 17. desember, 1919.
Maki: 5. desember, 1885 í Grafton, N. Dakota Guðrún Snjólaug Jónsdóttir t. f. 6. maí, 1867 í N. Múlasýslu.
Börn: Þau eignuðust 10 börn, 6 dætur og fjóra syni. Dæturnar voru 1. Anna 2. Guðný f. 7. maí, 1895 í Selkirk 3. Björg 4. Rósa May f. í Selkirk 23. maí, 1899 5. Ásta 6. Wildora f. 20. júní, 1907. Synirnir voru 1. William 2. Magnús 3. Alexander 10. Jón.
Hermann fór til Vesturheims um 1880 og fór til N. Dakota. Guðrún fór til Nova Scotia árið 1879 með foreldrum sínum, Jóni Eiríkssyni og Guðnýju Magnúsdóttur og systkinum. Þau fluttu vestur til Winnipeg í maí, 1882 þar sem þau bjuggu í 3 ár. Foreldrar Snjólaugar fluttu haustið 1885 til Nýja Íslands en Guðrún til N. Dakota. Hún kynntist Hermanni þar um haustið 1885 og þau giftu sig í desember.
