Hermann Þorvaldsson fæddist í Mýrasýslu 26. október, 1872. Hermann Thorvaldsson vestra.
Maki: 18. maí, 1915 Jóhanna Gestsdóttir f. í Mýrasýslu 9. maí, 1893.
Börn: 1. Elísabet Jórunn f. 16. apríl, 1916 2. Thorvaldur Hermann f. 6. september, 1918 3. Karl Gestur f. 15. júní, 1917 4. Guðný f. 16. janúar, 1921 5. Ólöf f. 20. september, 1924 6. Haraldur f. 30. júní, 1930 7. Kjartan f. 12. desember, 1931 8. Helgi f. 24. febrúar, 1934.
Hermann var sjómaður á Íslandi árin 1896-1912 en flutti þá vestur um haf. Systir hans, Guðný hafði flutt vestur árið 1897 og vann á pósthúsi í Selkirk í Manitoba. Þangað flutti Hermann árið 1914 og bjó þar með sína fjöldskyldu. Jóhanna fór til Vesturheims fæðingarár sitt með foreldrum sínum, Gesti Runólfssyni og Sigríði Gísladóttur. Þau voru fyrst í Nýja Íslandi, fluttu þaðan til Winnipeg en enduðu svo í Selkirk. Hermann var alla tíð fiskimaður í Manitoba.
