Hinrik Gíslason

ID: 2623
Fæðingarár : 1831
Fæðingarstaður : Árnessýsla
Dánarár : 1929

Hinrik Gíslason Mynd VÍÆ IV

Hinrík Gíslason fæddist í Árnessýslu 30. nóvember, 1832. Dáinn í Churchbridge í Saskatchewan 11. desember, 1929.

Maki: 1854 Jórunn Magnúsdóttir f. í Borgarfjarðarsýslu 30. nóvember, 1833, d. 15. maí, 1897.

Börn: 1. Kristín f. 1856 2. Magnús f. 24. nóvember, 1857 3. Guðrún f. 1859 4. Dýrfinna f. 26. nóvember, 1863, d. 13. september, 1895 á Seyðisfirði. 5. Eyjólfur f. 2. apríl, 1867.

Hinrik og Jórunn fóru vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1891. Eflaust áttu börn þeirra, Guðrún og Magnús einhvern þátt í því vegna þess að Magnús og kona hans fóru vestur 1887 og Guðrún fór vestur árið 1888 með sínum manni og tveimur börnum. Hinrik og Jórunn komu í Vatnabyggð í Saskatchewan um líkt leyti og Stefán Ólafson og Guðrun (1902). Þar nam Hinrik land í Foam Lake byggð upp úr aldamótum, bjó þar einhvern tíma en seldi svo og flutti burt. Kristín fór vestur árið 1900.