ID: 6170
Fæðingarár : 1856
Fæðingarstaður : S. Þingeyjarsýsla
Hjálmar Jónsson fæddist í Húnavatnssýslu árið 1856. Dáinn í Chicago 28. september, 1936 í Chicago. Bergman vestra.
Maki: 1) Guðfinna Aradóttir f. 1849 í S. Þingeyjarsýslu, d. í Chicago árið 1920. 2) Steinunn Bjarnadóttir f. 1870 í Húnavatnssýslu.
Börn: Með Guðfinnu 1. Harry 2. Helen. Tvö börn þeirra dóu í æsku.
Hjálmar flutti vestur til Bandaríkjanna árið 1875. Dvaldi í Pennsylvania til ársins 1878 en þá flutti hann til Chicago. Þar rak Hjálmar eigið fyrirtæki, Bergman Smelting Works. Steinunn flutti vestur um haf árið 1900.
