ID: 4937
Fæðingarár : 1858
Fæðingarstaður : Ísafjarðarsýsla
Dánarár : 1931
Hjálmar Kristjánsson fæddist árið 1858 í Ísafjarðarsýslu. Dáinn 1931. Skrifaði sig Hvanndal vestra.
Maki: 1) María Kristjánsdóttir f. 1868. Dáin 1904. 2) Margrét Bjarnadóttir f. í S. Múlasýslu. Dáin 1932.
Börn: 1. Lárus f. 1894 2. Jóhanna f. 1896 3. Guðrún f. 1898. Margrét var ekkja og átti fyrir tvö börn 1. Brynjólfur 2. Ágústa sem bæði bjuggu í Pine Valley byggð.
Hjálmar flutti vestur árið 1883 og bjó fyrst í Mountain í N. Dakota en seinna í Grafton. Þaðan fluttu þau til Roseau í Minnesota um 1900 og þar bjó Hjálmar til ársins 1907. Hann flutti í Pine Valley byggð, nam land og bjó þar til dauðadags.
