ID: 20524
Fæðingarár : 1906

Hjalti B Thorfinnsson Mynd VÍÆ II
Hjalti Brynjólfur Thorfinnsson fæddist í Munich í N. Dakota árið 1906.
Maki: Jóhanna Guðrún Anderson.
Börn: 1. Romaine Doyle f. 30. júní, 1932 2. Jerrol Wayne f. 10. október, 1934 3. Curtis Hale f. 10. júní, 1939.
Hjalti var sonur Þorláks Þorfinnssonar og Guðríðar Guðmundsdóttur, landnema í N. Dakota. Hjalti lauk B. Sc. prófi frá North Dakota State College árið 1928. Var landbúnaðarráðunautur Í Richland Co. í N. Dakota árið 1933-1947. Ári seinna gerðist hann kennari Breckenridge í Minnesota.