ID: 20340
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1921
Hjalti Hafsteinn Sigurðarson fæddist í Wynyard í Saskatchewan 19. júlí, 1921.
Maki: 1946 Marian Nancy Franko f. og uppalin í Wynyard.
Börn: 1. Patty 2. Robert Kjarval 3. Paula 4. Barbara.
Hjalti var sonur Sigurðar Árna Guðnasonar og Sveinbjargar Sveinsdóttur í Vatnabyggð. Hann ólst upp í föðurhúsum nærri Kandahar í Saskatchewan, gekk í kanadíska sjóherinn árið 1942 og gætti skipalesta á hafinu milli Íslands og Nýfundnalands til ársins 1946. Þegar heim var komið fóru hann og bróðir hans, Carl Sveinn, að skoða lönd og árið 1848 settu þeir upp félagsbú á sínum jörðum suður af Kandahar. Þeir voru stórhuga, voru bæði með akuryrkju og nautgriparækt.