Hjörleifur Hjörleifsson

ID: 18019
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1878
Fæðingarstaður : Nýja Ísland

Hjörleifur Hjörleifsson fæddist í Árnesbyggð í Nýja Íslandi 24. maí, 1878. Ættarnafnið Martin vestra.

Maki: Guðrún Pétursdóttir f. 1882 í Árnessýslu 1877, d. Wynyard í Saskatchewan 12. janúar, 1953.

Börn: 1. Hazel Hulda 2. Christine Sigríður 3. Wilfred Bjarni 4. Clifford Pétur 5. Haraldur Ragnar 6.  Björg Mae f. 13. júlí, 1920

Hjörleifur ólst upp í Árnesbyggð en flutti árið 1905 í Vatnabyggð í Saskatchewan og nam land í Wynyardbyggð. Var ráðinn fyrsti umsjónarmaður Sameignarkornhlöðu bænda sem reist var í byggðinni. Keypti seinna kornmyllu í Wynyard og starfrækti hana um árabil.