ID: 15402
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1878
Fæðingarstaður : Manitoba
Dánarár : 1961
Hjörtur Friðriksson fæddist nærri Gimli í Nýja Íslandi 2. júní, 1878. Dáinn á dvalarheimilinu Höfn í Vancouver 4. júlí, 1961
Maki: 28. desember, 1897 Guðrún Steinólfsdóttir f. 16. september 1877 í Borgarfjarðarsýslu d. í Vancouver 8. júlí, 1961.
Börn: 1. Ingunn f. 19. júní, 1899 2. Helga f. 7. mars, 1902 3. Margrét Capitola f. 14. september, 1903 4. Mildfríður Friðrika f. 18. júní, 1908 5. Steinunn Guðrún f. 6. maí, 1910, d. 1918.
Hjörtur ólst upp í Fjallabyggð í N. Dakota en bjó fáein ár í Milton áður en hann fór í Vatnabyggð í Saskatchewan árið 1906 og stundaði búskap. Árið 1930 flutti hann til Arras í Bresku Kólumbíu og seinna til Dawson Creek.