Hjörtur Lárusson

ID: 3172
Fæðingarár : 1874
Fæðingarstaður : Mýrasýsla
Dánarár : 1960

Hjörtur Lárusson Mynd Tímarit

Hjörtur Lárusson fæddist í Ferjukoti í Mýrasýslu 14. nóvember, 1874. Dáinn í Minneapolis 25. nóvember, 1960.

Maki: Hjörtur kvæntist þrisvar, fyrsta konan hét Margrét, önnur var bandarísk ekkja og sú þriðja, Alice, var af norskum ættum.

Börn: Hann eignaðist 5 börn með Margréti, þrjár dætur þeirra, Lára, Grace og Aurora dóu ungar. Önnur dóttir, Fjóla Marin Code var þekkt söngkona og bjó í San Fransisco og einn sonur, Theodor, bjó í Los Angeles.

Hjörtur var sonur Lárusar Guðmundssonar í Ferjukoti, sem vestur flutti til Winnipeg árið 1887 með eiginkonu og hálfsystkini Hjartar. Hjörtur fór til Winnipeg frá Ferjukoti árið 1889 og bjó þar fram að aldamótum, flutti þá suður til Minneapolis þar sem hann bjó síðan. Sjá Íslensk arfleifð að neðan.

 

Íslensk arfleifð :