
Hjörtur í systkinahóp. Fyrir aftan standa Halldóra og Kristín. Hjörtur situr fyrir framan Kristínu, Ólafur Kristján í miðju og loks Þórður. Mynd L.-H. 3. des. 2004.
Hjörtur Ólafsson fæddist á Vesturlandi 9. maí, 1886. Dáinn 10. maí, 1937 í St. Louis sýslu í Minnesota. Harry Olafsson vestra.
Maki: Effie Genevieve f. 28. september, 1890 í Wisconsin, d. 23. september, 1970. Af sænskum ættum.
Börn: 1. Harry Goodwin f. 10. ágúst, 1918 2. Lloyd f. 31. október, 1919.
Hjörtur var sonur Ólafs Ólafssonar og Þuríðar Guðmundsdóttur í Snæfells- og Hnappadalssýslu sem bæði dóu fyrir 1891. Hann flutti vestur til Winnipeg í Manitoba fyrir aldamót með fjórum systkinum sínum og fór eins og þau til Duluth. Hann er sagður hafa komið til Bandaríkjanna árið 1903 og bjó í Duluth í mörg ár en flutti fyrir 1930 til Proctor vestur af borginni. Hann vann við járnbrautir alla ævi en síðustu ár sín þjáðist hann mjög af berklum og lauk þeirri báráttu með því að hann framdi sjálfsmorð.
