Hjörtur Þórðarson

ID: 5256
Fæðingarár : 1867
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1945

 

Hjörtur Þórðarson Mynd SÍND

Tryggvi eða Trig eins og fjölskyldan kallaði hann. Mynd  WIA

Devey og Júlíana Mynd Washington Island Archives

Hjörtur Þórðarson fæddist í Húnavatnssýslu 12. maí, 1867. Dáinn í Wisconsin 6. janúar, 1945.

Maki: 31. desember, 1894, Júlíana Friðriksdóttir f. í Árnessýslu 7. september, 1859, d. 17. júní, 1955.

Börn; 1. Dewey f. 14. apríl, 1897, d. 9. apríl, 1968 2. Tryggvi f. 1903.

Hjörtur fór vestur um haf til Milwaukee í Wisconsin með foreldrum sínum og systkinum árið 1873. Faðir hans, Þórður Árnason lést þar í borg eftir nokkurra mánaða dvöl. Ekkjan, Guðrún Grímsdóttir þáði  þá boð norsks bónda í Dane County um vist og fór hún þangað. Þar bjuggu þau til haustsins 1875 en þá flutti Guðrún með börnin í íslensku nýlenduna í Shawano. Þaðan lá leiðin til N. Dakota árið 1879. Hjörtur hvarf þaðan úr byggðinni árið 1885 og settist að í Chicago. Þar starfaði hann og gekk í hjónaband.  Þótt hjónin ættu allt undir í Chicago þá dreymdi þau um heimili fjarri borginni og af því að foreldrar Júlíönu voru sest að meðal Íslendinga á Washingtoneyju í  Wisconsin fóru þau að venja þangað komur sínar. Árið 1910 keypti Hjörtur drjúgan hluta smáeyju rétt norðaustur af Washingon eyju sem kallaðist The Rock. Þar bjuggu þau yfirleitt alltaf yfir sumarmánuðina og stundum allt árið.

Hjörtur lét reisa hús og eitt athyglisverðasta þeirra var Boathouse, sem var í senn, bátaskýli, mat- og veislusalur og skrifstofa. Íslenskir verkamenn, margir hverjir frá Lundar voru ráðnir til að vinna við byggingarnar á sínum tíma. Mynd Door County Archives

Atvinna :