ID: 20091
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1897
Dánarár : 1966
Hólmfríður Eleanor Ólafsdóttir fæddist í Calgary í Alberta 2. apríl, 1897. Dáin 6. október, 1966.
Maki: 3. júlí, 1915 Elmer Lee Appleby f. í Missouri 27. júní, 1890.
Barnlaus.
Hólmfríður var dóttir Ólafs Benediktssonar úr Húnavatnssýslu, sem fór vestur árið 1874 með foreldrum sínum, Benedikt Ólafssyni og Hólmfríði Bjarnadóttur. Þau settust fyrst að í Nýja Íslandi árið 1875 en síðan í N. Dakota árið 1880. Móðir Hólmfríðar Ólafsdóttur hét Guðrún Guðmundsdóttir. Hólmfríður ólst upp hjá Kristni Kristinssyni og Sigurlaugu Einöru Guðmundsdóttur í Markerville. Þaðan flutti hún til Calgary þar sem hún kynntist manni sínum sem var verkfræðingur í borginni.
