Hreggviður Sigurðsson

ID: 7853
Fæðingarár : 1864
Dánarár : 1934

Hreggviður Sigurðsson fæddist árið 1864 í Skagafjarðarsýslu. Dáinn í Lundar 1934.

Maki: 1893 Guðrún Torfadóttir f. í N. Múlasýslu 17. mars, 1865.

Börn: 1. Henry Raymond f. 1894 2. Kristín Hilda f. 14. maí, 1896 3. Sigurður f. 1899 4. Elín f. 1903.

Hreggviður flutti til Vesturheims árið 1876, með systkinum sínum og móður sinni, ekkjunni Kristínu Jónatansdóttur. Þau voru í Nýja Íslandi fyrstu árin en fluttu seinna í N. Dakota.  Þar bjó Hreggviður með konu sinni og börnum til ársins 1926, flutti þá til Lundar í Manitoba.