
Hrund Adamsdóttir Mynd VÍÆ I
Hrund Adamsdóttir fæddist í Eyjafjarðarsýslu 16. júní, 1908.
Maki: 2. júlí, 1932 Jónas Gestur Jónsson f. í Geysisbyggð í Nýja Íslandi 5. mars, 1901. Dáinn 19. apríl, 1959. Skúlason vestra.
Börn: 1. Sigrún Ada f. 5. maí, 1934 2. Guðrún Jónína f. 2, júní, 1936 3. Kristín Hólmfríður f. 26. júlí, 1938 4. Hermann Jónas f. 26. nóvember, 1939 5. Þór Adam f. 20. ágúst, 1941.
Hrund var dóttir séra Adams Þorgrímssonar prests í Lundar í Manitoba og Sigrúnar Jónsdóttur. Hrund flutti til Manitoba árið 1919. Jónas var sonur Jóns Skúlasonar og Guðrúnar Jónasdóttur sem fluttu vestur árið 1890. Þau settust að í Geysisbyggð í Nýja Íslandi. Þar hét Fagrahlíð. Jónas lauk prófi í landbúnaðardeild Manitobaháskóla og tók strax við búi föður síns þar sem hann stundaði landbúnað. Hann var vel virkur í samfélagsmálum landa sinna í byggðinni, formaður lestrafélagsins Geysis, skrifari þess og féhirðir. Enn fremur í safnaðarnefnd sveitarinnar í 30 ár. Tók líka mikinn þátt í félagslífi. Hrund var dóttir séra Adams Þorgrímssonar prests í Lundar í Manitoba og Sigrúnar Jónsdóttur. Hrund flutti til Manitoba árið 1919.