Indriði Guðmundsson fæddist í Borgarfjarðarsýslu árið 1876. Dáinn í Vatnabyggð árið 1940. Skordal vestra.
Maki: 1) Guðný Jónsdóttir f. í S. Þingeyjarsýslu árið 1881. Dáin 3. maí, 1924. 2) Kristín Guðmundsson d. 1955
Börn: Með Guðnýju 1. Hulda f. 1911 2. Björn Jón f. 1912 3. Haraldur Guðmundur f. 1914 4. Ásgeir Halldór f. 1916 5. Kjartan f. 1917 6. Baldur f.1918 7. Kristjana Helga f. 1919, tvíburi 8. Hallgrímur Jóhann f. 1919 9. Njáll f. 1920 10. Jón Norman f. 1922 11. Baldur Guðni f. 1924. Með Kristínu 1. Allan 2. Russell. Guðný átti dóttur, Helgu Jónsdóttur f. 1903, með Jóni Þorvaldssyni.
Indriði fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1900. Fór þaðan í Argyle byggð árið 1903. Nam land í Vatnabyggð og settist á það árið 1905. Það var nærri Kandahar og Dafoe. Guðný fór vestur til Winnipeg árið 1905 með dóttur sína Helgu. Áfram þaðan vestur í Vatnabyggð í Saskatchewan. Þegar Guðný lést, kom Indriði börnum sínum í fóstur og flutti til Vancouver.
