Ingibjörg Björnsdóttir fæddist í Húnavatnssýslu árið 1866.
Maki: 1915 Jónas Samúelsson f. í Húnavatnssýslu árið 1867. Hann var áður kvæntur Þórunni, systur Ingibjargar.
Börn Jónasar með Þórunni 1. Eggert Theodór f. 1895 2. Júlíus Havstein f. 1897 3. Björn Ágúst f. 1899.
Jónas fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1889. Hann hafði verið vinnumaður í V. Skaftafellssýslu. Dvaldi stutt í Manitoba og fór vestur til Victoria í Bresku Kólumbíu. Þaðan fór hann svo á Point Roberts í Washingtonríki. Allmargir fóru vestur að Kyrrahafi úr sýslunni 1887 og 1888 og það hefur eflaust ýtt við Jónasi að fara þangað. Þótt viðkoman í Winnipeg hafi verið stutt þá dugði hún til að hann festi þar ráð sitt, systurnar Þórunn og Ingibjörg höfðu farið þangað árið 1887. Þær urðu Jónasi samferða vestur til Victoria og mun Ingibjörg hafa annast Þórunni og börn hennar í veikindum hennar. Bróðir þeirra systra, Jón Ágúst, fór vestur um haf árið 1886 og settist að á Point Roberts árið 1894.
