Ingibjörg Hjálmarsdóttir

ID: 4490
Fæðingarár : 1870
Fæðingarstaður : Barðastrandarsýsla
Dánarár : 1949

Ingibjörg Hjálmarsdóttir fæddist 12. september, 1870 í Barðastrandarsýslu. Dáin í N. Dakota 20. júní, 1949, grafin í Melankton kirkjugarðinum.  Reykjalín vestra.

Maki: Jón Jónsson f. í Dalasýslu 22. september, 1861. Dáinn í Mouse River byggð í N. Dakota 29. maí, 1943. Goodman vestra.

Börn: 1. Metta 2. Hjálmar f. 20. nóvember, 1897, d. 12. nóvember, 1956 3. Kristín (Christine) 4. Jóna (Yona) 5. Friðrika (Frederica) 6. Guðmundur (Mundie) f. 20. janúar, 1905, d. 19. júlí, 1965 7. Sakie f. 26. desember, 1906 8. Sveinn (Svein) f. 19. apríl, 1913, d. 20. nóvember, 1960.

Ingibjörg flutti vestur til N. Dakota árið 1886 með foreldrum sínum, Hjálmari Friðrikssyni og Mettu Pálsdóttur. Jón  fór vestur til N. Dakota árið 1881 með móður sinni, Helgu Eyvindsdóttur og hennar manni Helga Guðmundssyni. Þau settust að í Pembina sýslu en 1886 fóru Jón og Helgi í könnunarleiðangur vestur að Mouse River. Þar fundu þeir lönd og ákváðu landnám. Jón nam land og bjuggu hann og Ingibjörg á því til ársins 1936 en þá seldu þau og keyptu annað norður af Upham.