Ingibjörg Jónsdóttir

ID: 20457
Fæðingarár : 1896
Fæðingarstaður : N. Múlasýsla
Dánarár : 1963

Ingibjörg Jónsdóttir fæddist 25. ágúst, 1896 í N. Múlasýslu. Dáin í Manitoba árið 1963.

Maki 28. mars, 1924 Sigurbjörn Eggertsson f. 11. september, 1895 í Fagraskógi í Eyjafjarðarsýslu, d. í Vancouver í Bresku Kólumbíu 15. ágúst, 1977.

Börn: 1. Björn f. 24. september, 1928.

Ingibjörg var dóttir Jóns Jónssonar á Sleðbrjót í N. Múlasýslu og konu hans, Guðrúnar Jónsdóttur. Þau fluttu til Vesturheims árið 1903.  Sigurbjörn sleit barnsskónum í Fagraskógi með jafnaldra sínum, Davíð Stefánssyni, sem seinna varð eitt ástsælasta skáld Íslands. Hann flutti vestur um haf árið 1906 með foreldrum sínum, Eggerti Sigurgeirssyni og Svanhildi Sigurbjörnsdóttur. Þau námland í Siglunesbyggð í Manitoba og þar bjó Sigurbjörn fyrstu árin. Hann gekk í verslunarskóla í Winnipeg og gerðist verslunarmaður í borginni 1915 til 1921. Hann keypti í félagi við Jón Bergman gömul verslunarhús í Vogum í Manitoba og hóf eigin verslunarrekstur. Vann við verslunina alla tíð.