Ingibjörg Jónsdóttir

ID: 20499
Fæðingarár : 1867
Dánarár : 1947

Ingibjörg Jónsdóttir fæddist í Skagafjarðarsýslu 6. júní, 1867. Dáin á Betel í Gimli 1947.

Maki: Víglundur Jónsson f. 4. maí 1866 í Dýrafirði í Ísafjarðarsýslu. Dáinn 10. febrúar, 1938 í Gimli.

Börn: 1. Sigurlaug f. á Íslandi 1884, dóttir Ingibjargar og unnusta hennar sem þar dó. 2. Jón Marteinn f. 14. apríl, 1891 í Brandon 3. Jónína Ólöf f. 18. júlí, 1893 4. Stefán d. barn 5. Þorleif Sigurbjörg f. 14. apríl, 1895 í Belmont í Manitoba 6. Sigurður f. 1896, drukknaði í Winnipegvatni 22. september, 1915 7. Lárus (Lawrence) f. í Winnipeg 28. júlí, 1898.

Ingibjörg flutti til Vesturheims eftir 1884. Víglundur fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1887 og mun hafa farið til Brandon. Þar kynntist hann Ingibjörgu og bjuggu þau þar til ársins 1894 en þá fluttu þau til Belmont. Voru ekki lengi þar því þau eru búsett á 253 Rietta st. í Winnipeg vorið 1896 en upp úr aldamótum fluttu þau til Nýja Íslands og settust að í Ísafoldarbyggð. Þau yfirgáfu byggðina árið 1909 og fluttu til Gimli vegna veikinda Ingibjargar. Þar komu þau sér fyrir og bjuggu eftir það.