Ingibjörg S Benediktsdóttir

ID: 5847
Fæðingarár : 1856
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1936

Ingibjörg S Benediktsdóttir Mynd Almanak 1938

Ingibjörg Soffía Benediktsdóttir fæddist 29. nóvember 1856 í Húnavatnssýslu. Dáin í Manitoba 28. apríl, 1936.

Maki: Jónatan Jónatansson f. í Húnavatnssýslu 8. maí, 1848, d. í Thornhill í Manitoba 11. nóvember, 1935. Líndal vestra.

Börn: 1. Kristín Ingunn f. 6. september, 1882 2. Jakob f. 3. september, 1883 3. Gróa Helga f. 27. desember, 1884 4. Ágúst Benedikt f. 1887 5. Ágústa Björg f. 1. nóvember, 1888 í Garðar, ND 6. Þorsteinn Benedikt f. 19. desember, 1890 8. Stefanía Guðrún f. 2. maí, 1892 9. Helga f. 10. mars, 1899, d. 17. janúar, 1909. Þrjú börn þeirra dóu ung: 1. Björg d. á Íslandi 2. Elís Henry f. 1884, d. sama ár 3. Jósef Júlíus f. 26. desember, 1895, d. sama ár. Jónatan átti fyrir hjónaband 1. Jósep f. 1869 2. Vilhelmína f. 1872.

Jónatan og Ingibjörg fluttu vestur með fjögur elstu börn sín og Jósep og Vilhelmínu árið 1887. Fóru fyrst til Winnipeg í Manitoba en þaðan fljótlega á land sitt í Garðarbyggð. Þau fluttu þaðan í Brownbyggð í Manitoba árið 1899 og námu land. Þar komu þau að margvíslegum framfaramálum, gáfu t.d. land undir skólabyggingu og var skólinn nefndur Líndalskóli þeim til heiðurs og seinna var skólahéraðið sömuleiðis nefnt þeim til heiðurs og kallaðist Lindal District.