Ingibjörg Sveinsdóttir

ID: 17904
Fæðingarár : 1874
Dánarár : 1940

Ingibjörg Vídalín Sveinsdóttir fæddist 28. apríl, 1874 í Borgarfjarðarsýslu. Dáin 21. október, 1940 í Hnausabyggð.

Maki: 1895  Magnús Magnússon var fæddur í Patreksfirði í Barðastrandasýslu 7. desember, 1859. Dáinn 1942.

Börn: 1. Jón Vídalín f. 1895. Dáinn 1963 2. Magnús Ragnar f. 16.apríl, 1896. Dáinn 1976. 3. Helga Þorgerður f. 1898. Dáin 1932 4. Sveinn f. 1899. Dáinn 1899 5. Sveinn Sigursteinn f. 1900.  Dáinn 1984 6. Oscar Kristinn f. 1902. Dáinn 1996 7. Einar Konrad f. 1903. Dáinn 1905 8. Ásta María Monica f. 1904. Dáin 1985 9. Jóhannes Helgi f. 1906. Dáinn 1991 10. Einar Konrad f. 1907. Dáinn 1993 11. Guðmundur Gröndal f. 1908. Dáinn 1986 12. Ingibjörg Magnúsína Vídalín f. 7. desember, 1909 13. Valgerður Jórunn Oddný f. 18.des, 1917.

Ingibjörg flutti vestur til Manitoba árið 1893. Magnús var fenginn til að sækja hana í Selkirk á báti og flytja hana í Hnausabyggð. Þannig kynntust þau. Magnús flutti vestur til Kanada árið 1887 og fór til Winnipeg í Manitoba. Hann vann í borginni fyrst um sinn, fór vestur að Kyrrahafi vorið 1889 og vann í Seattle eitt ár. Flutti til baka til Manitoba og fékk vinnu hjá bræðrunum Jóhannesi og Stefáni, útgerðarmönnum í Hnausa. Þar kynntist hann fiskveiðum á Winnipegvatni og stofnaði fyrirtæki með Tómasi Björnssyni á Geysi í Manitoba. Seinna varð til fyrirtækið Magnússon Bros. Fish Company. Magnús og Ingibjörg bjuggu að Eyjólfsstöðum í Hnausabyggð.