Ingibjörg Teitsdóttir

ID: 19763
Fæðingarár : 1852
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1940

Ingibjörg Teitsdóttir fæddist 17. desember, 1852 í Húnavatnssýslu. Dáin 18. maí, 1940 á Betel í Gimli.

Maki: Einar Bjarnason f.  21. nóvember, 1838 í N. Múlasýslu. Dáinn 26. apríl, 1921 í Vallabyggð í Saskatchewan.

Börn: 1. Teitur f. í Pembina 1886, d. í Saskatchewan 16. apríl, 1924 2. Rósa 3. Ólöf 4. Einar 5. Oddur Stefán f. 11. mars, 1891 í Pembina.

Einar  flutti vestur, kvæntur maður, til Winnipeg í Manitoba árið 1876 og settist að í Breiðuvík í Hnausabyggð. Þar hét Bjarkastaðir og var í miðri Hnausabyggð. Þar messaði séra Jón Bjarnason í sinni fyrstu heimsókn í unga byggð 28. nóvember, 1877 og oftar seinna meðan á dvöl hans stóð í Nýja Íslandi. Hann flutti til Winnipeg árið 1879 og þaðan vorið 1880 til Pembina í N. Dakota og lést kona hans þar sama ár. Ingibjörg flutti vestur um haf eftir 1880 og sennilega farið fljótlega til N. Dakota því þar giftist hún Einari um 1885. Þau  bjuggu þar til ársins 1902 en þá fluttu þau í svonefnda Vallabyggð nærri Gerald í Saskatchewan.