Ingimundur Ingimundarson

ID: 4288
Fæðingarár : 1885
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1962

Ingimundur Ingimundarson fæddist í Dalasýslu 30. nóvember, 1885. Dáinn í Lundar í Manitoba 2. ágúst, 1962. Mimi Ingimundson vestra.

Ókvæntur og barnlaus.

Ingimundur flutti barnungur vestur til Winnipeg árið 1888 með foreldrum sínum, Ingimundi Guðmundssyni og Sólborgu Guðmundsdóttur og systkinum. Þau settust að í Álftavatnsbyggð og þar ólst Ingimundur upp. Hann bjó lengi í föðurhúsum þar sem hann annaðist aldna móður sína til hennar dauðadags.