Ingólfur N Bjarnason

ID: 20357
Fæðingarár : 1899

Ingólfur Nikulás Bjarnason Mynd VÍÆ I

Ingólfur Nikulás Bjarnason fæddist 11. september, 1899 í Reyðarfirði í S.Múlasýslu.

Maki: 16. mars, 1929 Steinunn Ingibjörg Guðmundsdóttir f. í Eyjafjarðarsýslu 16. mars, 1902.

Börn: 1. Jónína Guðbjörg f. 24. mars, 1931 2. Kristján Níels Júlíus f. 25. ágúst, 1935 3. Hulda Frances f. 16. janúar, 1939.

Ingólfur fór til Vesturheims árið 1921, heim til Íslands árið 1924 og alfarinn vestur 1927. Hann stundaði ýmsa vinnu fyrstu árin, var m.a. fiskimaður norðarlega í óbyggðum Saskatchewan nokkurt skeið. Bjó þau ár í Leslie í Vatnabyggð. Endaði á Gimli þar sem hann var ráðinn umsjónarmaður skólanna. Steinunn Ingibjörg var dóttir Guðmundar Þorvaldssonar og Rósu Sigríðar Jónsdóttur, systir Káins. Hún flutti vestur um haf árið 1913 og fór til Jóhannesar Davíðssonar og konu hans Jónínu Daníelsdóttur, sem bjuggu í Leslie í Vatnabyggð. Bjó hjá þeim til fullorðinsára.